og vorum svo heppin að daginn sem við ókum norður (laugardaginn) buðu Sunna og Kiddi okkur í mat þannig að við renndum bara í hlaðið, tókum dótið úr bílnum og röltum svo upp í nr. 18 þar sem við fengum hina ljúffengustu kjúklingasúpu ;O)
Þetta var bara ekta túristaferð hjá okkur til Reykjavíkur, tengdaforeldrarnir heimsóttir, farið í sund, keilu, bíó, aftur í keilu, út að borða og við fórum meira að segja í Bláa lónið eftir að hafa heimsótt mömmu og Ásgrím í Keflavík. Við gengum líka Laugaveginn og kíktum til Hrundar bróðursystur Vals sem er nýlega búin að opna þar gullsmíðaverkstæði. Einnig vorum við boðin í mat til Hjartar (bróður Vals) og Guðbjargar og Guðjóns (elsti bróðurinn) og Eddu og það var virkilega skemmtilegt að hitta þau öll. Sem sagt hin notalegasta ferð í alla staði - gaman að því. Ekki spillir fyrir að strákarnir eru orðnir svo stórir að það er alltaf ró og friður í aftursætinu... það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að vera á ferðalagi með krakka sem eru að rífast.
Spurning hvort við reynum að ferðast eitthvað meira. Það skortir heldur ekki verkefnin hér heima við og Valur er þegar farinn að ráðast á þau. Ég lét mér nægja í gær að laga til í húsinu en ætlaði að vera duglegri í dag, þvo þvott o.s.frv. Byrjaði á því að setja í eina vél en fékk þvílíku bullandi blóðnasirnar þegar ég ætlaði að hengja upp þvottinn og endaði útafliggjandi í sófanum því þær vildu ekki gefa sig "med det samme". Er hætt þessum kjaftavaðli og farin að fá mér kaffi með bóndanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný