Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 11. ágúst 2005

Kanntu brauð að baka?


Kanntu brauð að baka?, originally uploaded by Guðný Pálína.

Vá ég er bara að verða fyrirmyndarhúsmóðir... búin að baka tvo daga í röð - fyrst grófar bollur í gær og svo súkkulaðimöffins núna áðan. Biðst reyndar afsökunar á því að myndgæðin eru ekki alveg í lagi en sýni myndina fyrst og fremst sem "physical evidence" svo fólk efist ekki um þennan dugnað í mér.

Annars tók ég eftir því að möffins kökunum er ekki raðað af vísindalegri nákvæmni á bökunarplötuna - sem sýnir að ég á greinilega langt í land ennþá svo ég verðskuldi titilinn "fyrirmyndarhúsmóðir".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný