Smásögur / Ljóð
▼
þriðjudagur, 23. ágúst 2005
Dröslast um húsið með klósettpappírsrúllu í eftirdragi...
ekki af því mér finnist það svo skemmtilegt, heldur er ég að upplifa eina þá verstu kvefpesti/flensu sem ég hef lengi fengið. Ég vaknaði á laugardagsmorguninn síðasta og fann að eitthvað var nú heilsufarið í ólagi, var bæði illt í hálsinum og með höfuðverk. En af því við höfðum verið búin að ákveða að skella okkur í dagsferð á Sléttuna þá harkaði ég af mér og lagði í hann eftir að hafa birgt mig upp af vatni og verkjalyfjum. Eftir gönguferðina út að vitanum var ég hins vegar alveg búin á því (ef vel er gáð sést á myndinni að ég er hálf sljó til augnanna) og hefði ekki komist skrefinu lengra. Síðan hefur ástandið bara versnað og í nótt var höfuðið á mér gjörsamlega að springa, fullt af hor og ég fór vopnuð öllum mínum pappírsvasaklútum í rúmið. Náði ekki að sofna fyrr en undir morgun fyrir hor-rennsli og vanlíðan og kláraði alla klútana. Sem er ástæðan fyrir klósettpappírnum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný