voðalega er ég orðin ensku-skotin eitthvað... Ein ástæða er sú að það er ekki hægt að skrifa íslenska stafi í fyrirsögnina ef ég hef opnað Blogger í Safari vafranum - sem ég gerði í þetta sinn. En sem sagt, ég er byrjuð aftur að vinna og mikið sem skrokkurinn á mér á erfitt með að aðlagast skrifborðsvinnunni að nýju eftir svona langt sumarfrí. Í gær var ég að drepast í bakinu, í dag var ég komin með vöðvabólgu í axlir og hnakka (já hnakka, ég spenni vöðvana í hnakkanum alltaf svo mikið þegar ég sit við tölvuna) og verk í hægri mjöðmina líka... Já mannskepnan er greinilega ekki gerð fyrir skrifstofuvinnu, svo mikið er víst. Það hjálpar víst ekki til að ég hafði ekki synt mitt venjubundna morgunsund í heila viku sökum veikinda. En nú er ég byrjuð að synda aftur á fullu, fór létt með 40 ferðir í morgun með nýju froskalöppunum þannig að þetta horfir allt til betri vegar ;-)
"Úti regnið grætur" og ég nenni ekki að skrifa meira. Er að fara yfir próf, auk þess sem við Valur ætlum í bíó í kvöld að sjá Bill Murray í "Broken flowers". Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný