svo nú er Hrefna aldeilis að koma til. Hefur verið með eðlilegan púls frá því seinni partinn í gær, þ.e.a.s. eðlilegan hraða, hann er óreglulegur ennþá. En þar sem hjartað þarf ekki að erfiða svona rosalega lengur þá er hún bara full orku og langar mest til að fara í ræktina... Læknarnir eru nú ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni hendinni ennþá en ef vel gengur fær hún að fara heim á sunnudaginn. Svo er komin dagsetning á hjartaþræðinguna en hún verður þann 20. júlí. Þannig að þetta er allt á réttri leið ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný