á enda og ný vika framundan. Þessi vika verður þó eilítið frábrugðin þeim sem á undan komu því ég ætla að fylgja Hrefnu til Reykjavíkur í hjartaþræðinguna. Valur verður í veiði einn dag og vinnu hina dagana og því þarf að koma Ísak í "fóstur" á daginn. Það gengur þó verr en venjulega þar sem Jón Stefán besti vinur hans er fjarverandi og Gunnar er líka að fara í burtu en þó ekki fyrr en á miðvikudaginn, svo Ísak getur verið hjá honum á þriðjudag en þá er Valur í veiðinni. Kosturinn er sá að Ísak á marga vini svo ég er ekki orðin ráðalaus ennþá.
Læt þetta duga að sinni, er hálf andlaus eitthvað þessa stundina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný