Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 2. júní 2005

Mikið ofboðslega var ég heppin

í dag þegar ég hafði samband við Gagnasmiðjuna í HA og fékk alveg frábæra aðstoð hjá honum Jóa sem er að vinna þar í sumar. Hann kenndi mér t.d. mun einfaldari leið við að gera ensku heimasíðuna - ég hafði greinilega ætlað að fara algjöra fjallabaksleið...- og aðstoðaði mig við fleira. Það er alveg sérstaklega ánægjulegt að fá þjónustu hjá fólki sem er bæði almennilegt og kann sitt fag ;-) Eitthvað fannst mér hann Jói kunnuglegur og datt í hug að hann gæti verið sonur Eyglóar sem einu sinni vann í Gagnasmiðjunni (og bróðir Gullu) en þorði ekki að spyrja hann að því, ef ég hefði nú rangt fyrir mér. En hann bjargaði a.m.k. alveg deginum hjá mér!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný