Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 14. júní 2005

Las Grafarþögn

á einu bretti í gærkvöldi. Veit ekki hvers vegna ég þarf alltaf að gleypa bækur svona í einum munnbita - líður ekkert vel á eftir. Finnst ég hálf innantóm eitthvað þrátt fyrir að bókin hafi verið góð. En svona er þetta bara - get einhvern veginn aldrei lesið skáldsögur öðruvísi en í einum rykk.

Hef verið grasekkja í einn og hálfan sólarhring þar sem Valur er í veiði. Hér hefur ríkt mikið afslappelsi í matargerðinni á meðan, í gær voru pylsur sem við Andri hjálpuðumst að við að grilla og í dag... já, í dag bað Andri um að fá Subway og varð að ósk sinni. Hann lét sig meira að segja hafa það að hjóla niður í bæ eftir kafbátunum - það er mikið á sig lagt ;-)

En nú er ég að fara á fund í KA vegna fyrirhugaðrar ferðar Ísaks og félaga á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Best að taka með sér blað og penna, treysti ekki á alzheimer-light heilann minn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný