
Já þeim leiðist ekki frændunum, Ísak og Sigurði. Og ekki spillir góða veðrið fyrir, 18 stiga hiti í dag þegar Sigurður var sóttur á flugvöllinn. Á morgun er stefnan svo tekin á sundlaugina og vonandi heldur þetta blíðskaparveður áfram.
P.S. Ég var eitthvað að hamast í fókusnum á myndavélinni (sem er auðvitað sjálfvirkur en ég ruglaðist aðeins, fannst ég vera með "eldgömlu" myndavélina mína í höndunum). Afleiðingin er sú að Ísak minn er ekki alveg í fókus - það gengur bara betur næst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný