Smásögur / Ljóð
▼
miðvikudagur, 4. maí 2005
Skýr skilaboð
Á einni gönguferð minni um bæinn rak ég augun í forstofu-gluggaskreytingu sem vakti athygli mína. Ég held (veit ekki betur) að maðurinn sem er nýbúinn að byggja þetta hús sé piparsveinn. Þeir sem fylgjast með Innlit-Útlit vita að nú er í tísku að setja plastfilmu í glugga í stað gluggatjalda og gjarnan skreyta filmuna með munstri eða þá jafnvel einhverri áletrun s.s. götuheiti og húsnúmeri ef um forstofuglugga er að ræða. Piparsveinninn hefur valið texta, líklega úr einhverju popplagi (ekki mín sérgrein, veit ekkert úr hvaða lagi). Textinn hljóðar svo: "God only knows I may not always love you". Ég sá það alveg fyrir mér þegar hann kemur heim með einhverja dömuna eftir vel heppnað stefnumót, þá er þetta það fyrsta sem hún rekur augun í. Ef þetta eru ekki skýr skilaboð þá veit ég ekki hvað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný