Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 29. maí 2005

Náði því

að þvo fjórar þvottavélar í dag og finnst það bara ansi vel af sér vikið. Hef reyndar efnivið í vél nr. fimm og sex en læt staðar numið að sinni. Það var góður þurrkur úti og um að gera að nota sér hann. Ísak afrekaði að fara í "sundlaug" heima hjá vini sínum og koma holdvotur heim, það var ein þvottavélin. Og Valur og Andri komu ansi sveittir og skítugir heim úr fjallgöngunni, það var önnur þvottavél. Hinar tvær voru hefðbundinn helgarþvottur. Skrýtið - og þó ekki - hvað fer alltaf mikill tími í tiltekt og þvotta um helgar ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný