fyrir blogg-dugnað... Fátt markvert hefur gerst - en hvenær gerist það svo sem? Jæja, ég skal vera þæg - blogga og þegja (er það hægt?).
Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu fór hvítasunnuhelgin töluvert í vinnu hjá mér en þó voru ágætist hlé inn á milli, hlé sem notuð voru til að slæpast og tjilla með fjölskyldunni. Á sunnudeginum fórum við Valur á þrjár sýningar. Fyrst fórum vð á sýninguna Norðurland 2005 sem haldin var í Íþróttahöllinni, síðan fórum við á sýningu í Listasafninu - sem ég ætla sem minnst að tjá mig um - og loks kíktum svo á vorsýningu nemenda Myndlistaskólans.
Að morgni annars í hvítasunnu fórum við Valur í sund og lágum heillengi í leti þar í sólinni. Með okkur - eða einir sér, allt eftir því hvernig á það er litið - voru Ísak og tveir vinir hans. Þeir ætluðu nú eiginlega að fara einir í sund (en Ísak hefur aldrei áður farið einn í sund) og hjóluðu niður eftir. Svo "hittist" þannig á að við vorum í sundi á sama tíma... En ég sá að það er alveg hægt að sleppa hendinni af stráknum, hann spjarar sig vel í lauginni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný