hjá Hugskoti og áttaði mig á því að líklega væri ekki svo vitlaus hugmynd að sækja um frest hjá skattinum. Við erum ekki einu sinni búin að opna umslagið með skattframtalinu - hvað þá að gera nokkuð meira. En ég fékk gálgafrest til 30. mars svo nú er bara að bretta uppá ermarnar, spýta í lófana, setja í gírinn og .....
Þar sem sundiðkun mín (eða skortur á henni) hefur vakið mikla athygli vestanhafs tilkynnist hér með að ég fór í sund í morgun! Gleymdi bara alveg að telja ferðirnar þannig að ég get því miður ekki státað mig almennilega af afrekinu. En ég synti allar tegundir sunds nema flugsund, náði meira segja að synda bakkanna milli á skriðsundi - og það án þess að vera með blöðkur! Punkturinn yfir i-ið var svo heiti potturinn + gufa á eftir. Að þessu loknu malaði ég eins og köttur sem komist hefur í rjóma ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný