Er illa bitin af kuldabola og þrátt fyrir sjóðandi heitt bað næ ég ekki hrollinum úr mér. Ástæðan? Jú, ég fór að horfa á Ísak spila fótboltaleik í Boganum en það er yfirbyggður fótboltavöllur hér á Akureyri. Kuldinn þarna inni er þvílíkur að þrátt fyrir dúnúlpu (sem má reyndar muna sinn fífil fegurri, var keypt í barnadeildinni í Hagkaup fyrir nokkrum árum) og ullarpeysu var ég að frjósa úr kulda strax eftir 10 mín. dvöl þarna inni og eftir klukkutímann var ég komin með hor í nef og glamrandi tennur. En það er fótboltamót og hvað leggur maður ekki á sig til að fylgja börnunum eftir í því sem þau taka sér fyrir hendur.
Nú heyri ég hins vegar að Valur stoppar bílinn fyrir utan og það er best að drífa sig á lappir því við erum boðin í mat til Sunnu og Kidda ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný