með góðum vinkonum svíkur aldrei. Eftir að hafa komið Ísak af stað í skólann þar sem SAMRÆMDU PRÓFIN biðu eftir honum settist ég og ætlaði að fara að undirbúa kennslu morgundagsins. En í mér var eitthvert eirðarleysi svo ég sendi sms á Unni og Heiðu vinkonur mínar sem báðar vinna sem sjúkraliðar (og eiga þ.a.l. oft frí á tímum sem "venjulegt" fólk er í vinnunni) og við mæltum okkur mót heima hjá Heiðu. Það eru ár og dagar síðan ég hef farið eitthvert í morgunkaffi á vinnutíma, nokkuð sem ég gerði oft þegar ég var heimavinnandi húsmóðir.
Við áttum hið notalegasta spjall og komum m.a. inn á íþróttaiðkun barna og hve dýrt það væri fyrir fólk að hafa börnin sín í íþróttum. Heiðu finnst að bæjarfélagið eigi að greiða niður kostnaðinn við íþróttir barna, alltaf sé verið að leggja áherslu á mikilvægi þess að börn hreyfi sig en vandamálið sé m.a. það að margar fjölskyldur (t.d. einstæðar mæður) hafi oft ekki efni á að leyfa börnunum sínum að taka þátt í starfi íþróttafélaganna. Þessu er ég hjartanlega sammála og mér finnst sorglegt að búa í þjóðfélagi þar sem svona mikil mismunun ríkir. Samt veit ég að þetta er raunveruleikinn sem við búum við - en þurfum við endilega að sætta okkur við hann?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný