sonur okkar en hann er 15 ára í dag. Ég skil bara ekki hvað tíminn líður hratt! 15 ár síðan hann kom í heiminn á "Sentralsjukehuset i Sogn og fjordane" sem staðsett er í Førde í Vestur-Noregi en þar bjuggum við veturinn 1989-1990. Nágrannahjón okkar, þau Astrid og Jens, voru svo almennileg að passa Hrefnu (sem þá var rúmlega 6 ára) á meðan við Valur fórum á fæðingardeildina. En ef ég man rétt þá duttu hríðirnar niður þegar ég kom þangað svo ég var send heim aftur. Andri kom nú samt í heiminn fyrir rest og þegar ljósmóðirin sá hann sagði hún "Det var en stor pappagutt" því henni fannst hann líkjast föðurnum svo mikið. Valur var náttúrulega mjög feginn að heyra það, hann þurfti þá ekki að efast um faðernið....
Afmælisbarnið er farið að "lana" með vinum sínum og Ísak gistir hjá Jóni Stefáni, þannig að við Valur erum ein í kotinu núna - ásamt Birtu og Mána sem sofa sætt í rúminu hérna við hliðina á mér ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný