Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 14. desember 2004

Finnst ég ekki hafa frá neinu að segja

og ætti þá líklega að þegja. Ég er greinilega ekki nógu dugleg þessa dagana við að veita hlutum athygli sem gætu nýst mér í blogg-skrifin.

Sama rútínan alla daga: Leikfimi eða sund, vinna fram að hádegi, fara heim og lesa blöðin (gæti nú t.d. reynt að gera eitthað annað)+ taka á móti Ísak þegar hann kemur heim úr skólanum, aftur í vinnuna, versla í kvöldmatinn, hugsanlega fara út að ganga (eða leggjast hreinlega í leti í sófanum), setja í þvottavél, borða kvöldmat, taka Ísak í háttinn, lesa fyrir hann og láta hann lesa fyrir skólann, hengja upp úr þvottavélinni, flakka um á netinu/blogga, horfa á sjónvarp og fara svo að sofa....

Er nema von að ég hafi ekki frá neinu að segja??


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný