orðið hvítt úti, inni syngur Sissel Kyrkjebø og matarlyktin úr smiðju bóndans fyllir vitin.
Ég er í smá pásu, það er segin saga að þrátt fyrir fögur fyrirheit er ég alltaf á síðasta snúningi í tiltektinni á aðfangadag. En þetta er nú allt í góðum gír hjá mér, er meira að segja byrjuð að leggja á borð í stofunni og klukkan ekki einu sinni orðin fjögur.
Hef þetta ekki lengra að sinni, óska öllum Bloggheimsbúum (og hinum líka) gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jólakveðjur að norðan ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný