Morgunblaðsins í gær innihélt ansi gott bréf frá "Öldruðum skötuhjúum" eins og bréfritarar kalla sig. Málið snýst um bingóið á Skjá einum (sem ég hef reyndar aldrei horft á) en þeim skötuhjúum hafði verið bent á þennan þátt og ákváðu að prófa. Ekki leist þeim vel á og urðu fyrir miklum vonbrigðum. "Ungi maðurinn sem stjórnaði þættinum talaði hratt, var hræðilega upptrekktur, sveiflaði höndunum í allar áttir og hristi blýantinn sem hann hélt á , ótt og títt og af miklum krafti. Ógerningur var að skilja hvað hann sagði."
Þegar þátturinn var hálfnaður voru þau hjónakorn orðin svo dösuð og upptrekkt að þau slökktu á sjónvarpinu (og hér kemur snilldin) ákváðu að mæla hjá sér blóðþrýstinginn, sem var kominn upp úr öllu valdi, nálægt 180! Þau lögðust því strax á gólfið (ennþá meiri snilld) og gerðu slökunaræfingar. Þau mæla ekki með bingóþættinum fyrir fólk með of háan blóðþrýsting!
Það er ekki meiningin hjá mér að gera lítið úr þessu fólki - mér finnst þetta bara eitthvað svo óborganlegt. Stundum er veruleikinn betri en bestu skáldsögur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný