Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 26. október 2004

Var að druslast

út úr rúminu eftir 10 tíma með uppköstum og niðurgangi. Eins og það sé ekki nóg þá fylgdu þessu hrikalegir beinverkir og höfuðverkur. Mér tókst nú ekki beint að horfa á björtu hliðarnar á þessu - en minn heittelskaði benti á að það hefði nú verið gott að við náðum að fara í Parísarferðina. Ég var sem sagt veik bæði fyrir og eftir ferðina en ekki á meðan henni stóð. Ég vissi ekki að þessi elska væri svona mikil Pollýanna í sér en hann lumar greinilega á ýmsu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný