Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 20. október 2004

Tvennt

vakti athygli mína í Fréttablaðinu í dag.

Annað var frétt á forsíðu þar sem greint var frá því að Baldur Sveinbjörnsson, vinur okkar og prófessor við háskólann í Tromsö, hefði ásamt starfsfélögum sínum fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameini í börnum. FÁBÆRT! Til hamingju með þennan árangur Baldur!

Hitt sem vakti athygli mína var kennslustefna Hrafnagilsskóla í Eyjafirði en inntaki hennar er lýst með orðunum:
"ALLIR HAFA HIÐ GÓÐA Í SÉR OG MÖGULEIKANN TIL AÐ VERÐA BETRI MANNESKJUR".
Við þetta þarf engu að bæta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný