Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 10. október 2004

Er hætt að

lítast á blikuna. Fimm dagar í Parísarferð og ég er ennþá eins og aumingi, full af hori uppí haus og drulluslöpp. Fannst líka hundfúlt að vera svona lasin á námskeiðinu sem ég var á í skapandi skrifum. Engu að síður var þetta mjög skemmtilegt námskeið en þó tók steininn úr í gær þegar við vorum þar frá eitt til fimm og megnið af tímanum var ég að drepast úr hausverk og ógleði. Það er spurning hvort ég fæ Val til að skrifa út sýklalyf fyrir mig - sem er kannski frekar heimskulegt því ég held að þetta sé bara víruspesti og þá hafa sýklalyf ekkert að segja. Nóg um það!

1 ummæli:

  1. http://www.storm.no/aften/Reise.aspx?ID=306751

    http://www.brainwashstudios.com/php/flash.php?action=view&id=20
    Segðu mér ef linkarnir virka ekki. A--a

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný