Smásögur / Ljóð

mánudagur, 25. mars 2013

Friðsæl stund á Svalbarðseyri


Í gær og í dag hefur verið alveg dásamlegt veður hér norðan heiða. En í gær gekk ég á þreytuvegginn, eyddi deginum að mestu leyti í sófanum og fór sama og ekkert út. Í morgun leið mér betur og ákvað að drífa mig út í góða veðrið áður en ég færi í vinnuna. Ók út á Svalbarðseyri, þar sem ég lagði bílnum og rölti um í rólegheitum. Kyrrðin var algjör (fyrir utan nokkra Husky hunda sem tóku smá brjálæðiskast inni í lokaðri girðingu) og ég sat lengi á steini og bara andaði að mér súrefni og leyfði sólinni að skína aðeins framan í mig. Blái liturinn á sjónum var ólýsanlega fallegur og himinn og haf runnu saman í eitt út við sjóndeildarhring. Nokkrar endur syntu á sjónum og einstaka hrafn flaug framhjá. Tveir tjaldar tylltu sér á stein. Já, þetta var sannkölluð unaðsstund.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný