Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 13. október 2011

Önnur ferð framundan

Ég var víst ekkert búin að opinbera það hér, en ég er sem sagt að fara til Danmerkur á morgun að heimsækja dótturina. Fer í kvöld til Keflavíkur og gisti hjá mömmu og Ásgrími og tek svo flug kl. 13 á morgun til Köben. Það er gott að þurfa ekki að vera í neinu stressi með að vakna í flugið og enn betra að geta komið við hjá mömmu, því það er víst ekki svo oft að ég er á ferðinni fyrir sunnan, eða hún fyrir norðan. En já, ég ætla að vera í Köben fram á mánudagskvöld, svo þetta eru 3 sólarhringar sem ég fæ með Hrefnu. Ég er svo fegin að veðurspáin er alveg hreint ágæt, eða fremur léttskýjað og í kringum 10 stiga hiti að deginum.

Núna þyrfti ég að vera að brasa ýmislegt, s.s. að pakka niður í tösku eða laga til í húsinu, í stað þess að sitja hér við tölvuna. Svo er ég að vinna á eftir og þarf líka að útrétta svolítið, þannig að það er full dagskrá í dag. Og best að drattast á fætur og halda áfram að gera eitthvað af viti ;-)

2 ummæli:

  1. Ooo, hvað það er gaman, það er fátt skemmtilegra en að fara til Danmerkur að heimsækja dóttur sína :)

    SvaraEyða
  2. Já þetta var mjög góð ferð - eins og mér sýnist ferðin þín til Nönnu hafa verið :)

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný